„Það eru sem sagt ýmsar leiðir sem íslensk stjórnvöld hafa kosið sem áfanga í undanhaldi sínu. Sú síðasta er sú er hefur nú valdið stökkbreytingu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag.
Leiðarinn undirstrikar, enn og aftur, hversu langur og grýttur vegur er milli flokksmanna í Sjálfstæðisflokki. Eflaust er Davíð Oddsson höfundur leiðarans. Hann styðst mest við grein sem vopnabróðir hans, Tómas Ingi Olrich, skrifaði. Þeir ætla sýnilega ekki að gefa sinn hlut í baráttunni um orkupakkann, eða öllu heldur í baráttunni um Sjálfstæðisflokkinn.
„Stökkbreyting hefur orðið á þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Hún virðist hafa orðið í kjölfar þess að skýrsla þeirra lögfræðinganna, Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, var lögð fram,“ segir í leiðaranum.
Ósætti þeirra eldri nær talsvert aftur í tímann.
„Þannig hafa nú allir leyfi til að fjárfesta í íslenskum bújörðum og sanka að sér náttúrulegum auðlindum í krafti þeirra réttinda. Girðingar, sem settar voru 1995, voru teknar niður þegar athugasemdir og hótanir um kærur bárust um og eftir aldamótin síðustu. Með sambærilegum hætti hafa varnir íslensks landbúnaðar hrunið.“
Og: „Það eru sem sagt ýmsar leiðir sem íslensk stjórnvöld hafa kosið sem áfanga í undanhaldi sínu. Sú síðasta er sú er hefur nú valdið stökkbreytingu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins.“
Enn virðist ekki gerð minnsta tilraun til að ná tali a Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Flokkur er í knýjandi vanda en látið er sem Bjarni sé ekki til.