Fréttir

Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

By Miðjan

July 18, 2020

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig. Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum. Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn. Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar um að þorskafli fari ekki umfram 10 þúsund tonn. 

Þess ber að geta að undanfarin ár hefur heildarafli á dag lækkað í kringum verslunarmannahelgi sem gæti þýtt nokkra daga í 2. viku í ágúst. Þá má ekki gleyma tíðarfarinu sem minnti á sig sl. fimmtudag þegar dagsafli var aðeins 15 tonn. 

Sjá nánar hér.