- Advertisement -

Stöðvar ágreiningur stjórnarflokkana?

Oddný Harðardóttir skrifar:

Oddný Harðardóttir.

„Þingið hefur starfað í mánuð.

Búið að mæla fyrir 44 málum og samþykkja þrjú af þeim. 41 mál er til vinnslu í nefndum þingsins, 32 eru frá þingmönnum en 9 frá ríkisstjórninni. Fjögur af þessum 9 frá ríkisstjórninni eru fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp tengd því og verður að leggja fram á fyrsta degi samkvæmt lögum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tvö af þeim þremur sem hafa verið samþykkt voru sett með hraði í gegnum þingið vegna vanrækslu ríkisstjórnarinnar í lagasetningu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar flutti svo tæknilegt mál vegna mistaka við lagasetningu um sameiningu SÍ og FME.

Hvers vegna koma svo fá mál frá ríkisstjórninni?

Stoppa þau í ríkisstjórn eða í þingflokkum stjórnarþingflokkanna? Er ágreiningur innan stjórnarflokka um málin eða á milli stjórnarflokkanna?

Eða er ríkisstjórnin bara ekkert að gera?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: