- Advertisement -

Forystusauður og sólguð á Alþingi

- stóðst Alþingi ekki jólaprófið?

Alþingi Íslendinga stóðst jólaprófið, að eigin mati. Að kvöldi 22. desember féllust þingmenn í faðma. Þeim hafði tekist að samþykkja fjárlög og allir komust þeir heim í jólafrí.

Þá var Steingrímur J. Sigfússon forseti þingsins. Hann sagði þetta við sigrihósandi þingmenn, eftir að þingið samþykkti fjárlög fyrir yfirstandandi ár, 2017: „Ég tel að afgreiðsla þess máls í góðri sátt allra flokka hafi sýnt styrk Alþingis og að þingið hafi risið undir þeirri ábyrgð sem á það er lögð þrátt fyrir þær sérstöku pólitísku aðstæður sem við höfum búið við síðustu vikuna.“

Ögn síðar í ræðu sinni sagði Steingrímur: „Ég hef fulla trú á því að við höfum á þessum desemberdögum tekið skref í þá átt að bæta ásýnd Alþingis og auka traust þess með almennings. Við höfum sannað það, bæði fyrir okkur sjálfum og þjóðinni, að svona getum við unnið. Við höfum staðist prófið sem óvenjulegar og krefjandi aðstæður lögðu fyrir okkur.“

Forystusauður á forsetastóli

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki talaði til Steingríms þingforseta, hún sagði: „Forseti vor ólst upp í sveit sem státar af því að þar er að finna forystufé á flestum bæjum. Eiginleikar forystukinda eru einstakir. Þær eru ratvísar, áræðnar og greindar og leiða fjárhópinn og forða honum frá hættum. Tel ég að forseti vor hafi nokkuð lært af forystukindinni í uppvexti sínum og að kostir Þistilfirðingsins hafi nýst nokkuð vel undanfarnar vikur.“

Sólguð í ráðherrastóli

Þannig þenkjandi fóru þingmenn í jólafríið. Nú er allt í klessu. Samgönguáætlun í kaldakoli og Jón Gunnarsson samgönguráðherra sætir mikilli gagnrýni fyrir að gjörbreyta samgönguáætlun án samráðs við samgöngunefnd þingsins.

„Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung, hann sækir vald sitt eitthvert annað en til Alþingis. Ég vil þá bara beina því til frú forseta og þingmanna að við setjum á fót og skipuleggjum námskeið fyrir nýja ráðherra í valdmörkum,“ sagði Logi Einarsson á þingi í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: