Stjórnvöld vilja greinilega viðhalda fátækt
Katrín Baldursdóttir skrifar:
„Ríkisstjórnin hefur þau völd sem til þarf, en beitir sér ekki í málinu.“
Sunnudagshugvekja sósíalista fjallar um hversu fjarstæðukennt það er að fólk á Íslandi skuli búa við fátækt. Á milli 6-7 þúsund fátæk börn í landi sem er svo ríkt af auðlindum! Það væri auðvelt að sjá til þess að allir lifðu mannsæmandi og góðu lífi. En það virðist ekki vera vilji stjórnvalda. Stjórnvöld vilja greinilega viðhalda fátækt. Annars væri búið að útrýma henni. Ríkisstjórnin hefur þau völd sem til þarf, en beitir sér ekki í málinu. Vonandi mun það breytast í kosningunum í september svo að til valda veljist fólk sem vill gera þær kerfisbreytingar á þjóðfélaginu sem til þarf svo hægt sé að útrýma fátækt.