„Heigulsháttur stjórnvalda og fálmkenndar opnanir/lokanir hafa kostað okkur óafsakanlegan, óafturkræfan skaða sem aldrei hefði þurft að verða af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni. Stjórnvöld sem sveiflast eins og pendúll, og vita ekki hvort þau eru að koma eða fara, eru vanhæf stjórnvöld. Við viljum ekki sjá fjórðu bylgju þessa andstyggðarfaraldurs. Það er ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að vernda okkur gegn henni og það strax. Við viljum njóta þeirra forréttinda sem fylgja því að búa örugg á fallegu eyjunni okkar,“ skrifar Inga Sæland í lok greinar sem birt er í Mogganum.
Ritstjórn
Miðjan er vefur um stjórnmál, mannlíf og efnahagsmál, ritstjóri er Sigurjón M. Egilsson