Skjáskot: RÚV.

Fréttir

Stjórnvöld skulda vinnuaflinu sómasamlegt líf

By Miðjan

September 01, 2020

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar:

Stundin er runnin upp. Við getum ekki lengur beðið eftir því að gunn-atvinnuleysisbætur verði hækkaðar. Sóttvarnaraðgerðir þær sem gripið hefur verið til, til að vernda heilsu fólksins sem býr á þessu landi, hafa haft í för með sér stórkostlegar efnahagslegar hremmingar fyrir vinnuaflið, sérstaklega verka og láglaunafólk. Við getum ekki sætt okkur við að fólkið sem hér hefur knúið áfram hjól atvinnulífsins, skapað hagvöxtinn og endalausan gróða fyrir eigendur atvinnutækjanna eigi nú að þola fátækt og alla þá vanlíðan sem henni fylgir. Við verðum að standa saman í því að leyfa ekki milljóna-fólkinu að komast upp með skeytingarleysi gagnvart örlögum félaga okkar. Okkar pólitíska og siðferðilega krafa er skýr: Stjórnvöld skulda vinnuaflinu sómasamlegt líf og þau munu ekki komast upp með annað en að standa skil á sínu.