Sjálfsbjörg minnir á, segir í ályktun frá aðalfundi samtakanna; „…að það er enn ein niðurlægingin í garð öryrkja af hendi stjórnvalda að þurfa ítrekað að bíða eftir sínum kjarabótum, marga mánuði eftir að laun og vísitala hafa hækkað tekjur hjá öðrum hópum samfélagsins auk þess sem að það er viss kjaraskerðing í sjálfu sér.“
Eins þetta: „Landsfundur Sjálfsbjargar hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem uppi er, þar sem stjórnvöld setja það sem skilyrði að Öryrkjabandalag Íslands samþykki starfsgetumat til að nýtt fyrirkomulag á örorku- og tengdum greiðslum komist á. Öryrkjabandalag Íslands hefur nú þegar hafnað upptöku starfsgetu mats.
Til að örorkulífeyrisþegar geti bæði bætt sín kjör og eftir atvikum fótað sig aftur á vinnumarkaði, er afnám núverandi framfærslu uppbótar og þar með krónu á móti krónu skerðingu, er lykilatriði í því sambandi.“