- Advertisement -

Stjórnvöld hafa lært af hruninu 2008

Launafólk, námsmenn og sjálfstætt starfandi geta nýtt sér úrræðið.

Lilja Mósesdóttir skrifar:

Íslensk stjórnvöld hafa lært mikið af hruninu 2008. Nýstárlegum efnahagstillögum er ekki lengur ýtt út af borðinu eins og í hruninu 2008 með ummælum sem lýstu mikilli vanþekkingu. Þessar efnahagstillögur ganga út á að gera mikið strax og kosta miklu til svo að draga megi úr eftirspurnarhruninu. Það gildir það sama um yfirvonandi efnahagshrun og kórónufaraldurinn. Við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að hægja á útbreiðslu kóróna veirunnar og efnahagssamdrættinum. Dæla þarf peningum inn í heilbrigðiskerfið og hagkerfið.

Það allra mikilvægasta er að tryggja tekjur þeirra sem misst hafa vinnuna eða tekjugrunn sinn af völdum aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Það hefur aldrei verið jafn ódýrt fyrir ríkið að fjármagna slíka aðgerð eftir að Seðlabankinn byrjaði að lækka stýrivexti. Tryggja verður að launafólk og fyrirtæki fái stóran hluta af tekjuhruni sínu bættan um þessi mánaðamót annars tekur íslenskt efnahagslíf stefnuna á botninn. Þetta gerðist 2010 þegar AGS þvingaði í gegn aðhald í ríkisútgjöldum þegar þörf var á mikilli innspýtingu („þyrlupeningum“) frá ríkinu til heimila og fyrirtækja. Við vorum mörg sem börðumst gegn aðhaldsstefnu „vinstristjórnarinnar“ svokölluðu og höfðum sigur. AGS gaf eftir og leyfði m.a. meiri halla á ríkissjóði en í nokkru öðru landi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég fagna sérstaklega nýstárlegri efnahagsaðgerð sem Alþingi samþykkti í gær að frumkvæði félagsmálaráðherra. Aðgerðin felur í sér að greiddar verða hlutarbætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda. Launafólk, námsmenn og sjálfstætt starfandi geta nýtt sér úrræðið. Mikilvægt er að félagsmálaráðherra tryggi að hlutarbæturnar komi til greiðslu strax um mánaðamótin til að þær virki strax. Ég ítreka enn og aftur nauðsyn þess að efnahagsaðgerðirnar séu einfaldar, virki strax, tryggi afkomu fólks og feli ekki í sér aukna skriffinnsku!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: