Stjórnvöld hafa kveikt eld
Björgvin Guðmundsson skrifar: Í viðtalinu við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR og forseta borgarstjórnar Reykjavíkur í VR blaðinu ræðir hann kjaramál launafólks.
Hann segir: „Staðan í kjaramálunum í dag er mjög eldfim og hún er hættuleg. Stjórnvöld hafa kveikt eld, það er bara svo einfalt. Það er ekki launafólk í landinu, sem hefur gert það. Ég tel það mjög þýðingarmikið, að slökkva þennan eld en það getur ekki verið á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar eða launafólks eins að taka þennan slag.“
Magnús L. segir: „Það var kjararáð í umboði stjórnvalda, sem kveikti þennan eld þegar það ákvað, að alþingismenn,ríkisstjórn og háttsettir embættismenn fengju 45% launahækkun (í einu lagi).“
Magnús gagnrýnir harðlega framgöngu stjórnvalda. „Alþingismenn og ráðherrar hafa fengið enn meiri hækkun ef miðað er við nokkurra ára tímabil. En ráðamenn segja þegar þeir eru búnir að fá sinn stóra launaskammt: Þið eigið bara að fá 4%.“
Magnús segir, að aldraðir og öryrkjar ættu að hafa 300 þúsund á mánuði skattfrjálst.