Þórður Snær Júlíusson gefur út fréttir á netinu undir heitinu; Kjarnyrt.
Í dag byrjar Þórður Snær svona:
Ríkisstjórn síðustu ára hefur ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem gagnast fyrst og fremst breiðu bökunum. Fyrir vikið hafa tekjur ríkissjóðs ekki dugað fyrir útgjöldum árum saman og velferðarkerfin hafa verið fjársvelt. Afleiðingin af óstjórninni varð mikil verðbólga og svo svimandi háir vextir, sem hafa lagst sem ofurskattur á venjuleg íslensk heimili. Bankar hafa hins vegar aukið hagnað sinn samhliða, fyrst og síðast vegna vaxtatekna.