- Advertisement -

„Stjórnvöld hafa brugðist börnunum“

Alþingi „Fjörutíu prósent 15 ára barna á Íslandi geta ekki lesið sér til gagns í lok skólagöngu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn.

„Ísland skrapar botninn í alþjóðlegum samanburði og botninum er því miður líklega ekki náð. Þetta segir höfundur nýrrar skýrslu og nýjasta skýrslan, sem fjallar um stöðu drengja, ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist börnunum,“ sagði hún og hélt áfram:

„Nýjasta skýrslan er á sömu lund og allar þær fyrri og á þessari stöðu bera stjórnvöld höfuðábyrgð. Börn sem búa ekki yfir nægilegum lesskilningi eru að missa af tækifærum, glata tækifærum til frambúðar. Það er stjórnvalda að tryggja að skólarnir geti gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað að gera, að auka tækifæri barna. Ég sakna þess að við séum ekki að ræða þessa stöðu meira í þessum sal. Stjórnvöld verða að ræða þessa alvarlegu stöðu því að sú framtíðarmúsík sem hér er að teiknast upp er gríðarlega mikið áhyggjuefni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: