Stjórnvöld fari að lögum
…að gera með þessar tillögur að fjárheimildum sem standast ekki lög um opinber fjármál…
„Ríkið og stjórnvöld þurfa að fara eftir lögum. Ef þau ætla að koma með tillögu um fjárheimild til Alþingis þarf hún að vera rökstudd nákvæmlega eins og ákvörðun dómsmálaráðherra varðandi Landsrétt átti að vera rökstudd,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í umræðunni um fjáraukalög.
„Rökin héldu ekki og það var mjög alvarlegt. Í þessum tilvikum er kannski ekki alveg sama ábyrgð þar á bak við en þetta er samt krafa. Nú er það í raun Alþingis að standa í lappirnar gagnvart því hvað eigi að gera með þessar tillögur að fjárheimildum sem standast ekki lög um opinber fjármál miðað við skort á rökstuðningi þar eins og vitnað var í varðandi álit Ríkisendurskoðunar, að ýmis atriði þarna stæðust varla þau skilyrði sem eru sett. Við mjökumst vissulega rétta leið en lögin eru samt í fullu gildi og við eigum að gera þær kröfur, líka til okkar, að brjóta þau ekki, sérstaklega til að byrja með því að þá verða þau miklu minna virði.“