- Advertisement -

Stjórnmálin eru ónýt

- engu máli skiptir hvað kosið er og hver kemst til valda, á endanum ráða ávallt hin grimmu hagnýtingarsjónarmið efnahagslegra forréttindahópa för.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar: Þetta er það sem ég meina þegar ég segi að stjórnmálin séu ónýt; engu máli skiptir hvað kosið er og hver kemst til valda, á endanum ráða ávallt hin grimmu hagnýtingarsjónarmið efnahagslegra forréttindahópa för.

Ég lýsi yfir fullum stuðning við réttinda og réttlætisbaráttu öryrkja. Ég er þess fullviss að leiðin að jöfnuði og sanngirni í íslensku samfélagi er samstaða og samvinna okkar sem lifum af því að selja aðgang að vinnuaflinu okkar og þeirra sem ekki geta það (eða geta það að einhverju leyti og er þá refsað með hinni sjúku krónu á móti krónu skerðingu). Við getum ekki treyst á að okkur verði fært efnahagslegt réttlæti af þeim sem sjá okkur sem ekkert nema ódýrt vinnuafl eða ónothæft vinnuafl, þeirra sem geta ekki viðurkennt að líf sérhverrar manneskju er þúsund sinnum meira virði en allt ríkidæmi hinna ríkustu samanlagt, þeirra sem vilja ekki horfast í augu við að gott samfélag, þar sem allar manneskjur fá að lifa með reisn og á eigin forsendum, er byggt á félagslegum og efnahagslegum jöfnuði. Við getum aðeins treyst á samtakamátt okkar, á stéttarvitundina okkar og réttlætiskenndina okkar. Sundruð erum við ekkert annað en leiksoppar þeirra sem vilja hvorki sjá okkur né heyra, sameinuð erum við afl sem ekkert fær stöðvað. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: