- Advertisement -

Stjórnmálamenn sem steinþegja

Valdimar Ingi:

„Aðdrag­and­inn, vinnu­brögðin og sú spill­ing sem var viðhöfð við und­ir­bún­ing, gerð laga um fisk­eldi og jafn­vel eft­ir að lög­in voru samþykkt mun aft­ur á móti koma af krafti inn í op­in­bera umræðu á næstu árum…“

„Það er dá­lítið skrýtið að heyra vægðarlausa gagn­rýni stjórn­mála­manna á kvóta­kerfið, en þar eru út­gerðaraðilar að greiða um­tals­verðar fjár­hæðir fyr­ir afla­heim­ild­ir. Á sama tíma er er­lend­um aðilum færð auðlind­in ís­lensk­ir firðir án þess að greiða sér­stak­lega fyr­ir það,“ skrifar Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur í Mogga dagsins.

„Nán­ast allt lax­eldi í sjókví­um áform­ar a.m.k. 100.000 tonna fram­leiðslu, verðmæt­ara en all­ur þorskafl­inn, yrði að lang­stærstu leyti í eigu Norðmanna. Í þessu máli er al­gjör þögg­un sem stjórn­mála­menn vilja helst ekki ræða enda marg­ir þeirra flækt­ir í málið og ótt­ast einnig gagn­rýni frá viðkom­andi byggðarlögum sem njóta at­vinnu af þess­ari at­vinnu­upp­bygg­ingu. Aðdrag­and­inn, vinnu­brögðin og sú spill­ing sem var viðhöfð við und­ir­bún­ing, gerð laga um fisk­eldi og jafn­vel eft­ir að lög­in voru samþykkt mun aft­ur á móti koma af krafti inn í op­in­bera umræðu á næstu árum og ára­tug­um eins og reynd­in hef­ur verið með kvóta­kerfið. Það er e.t.v. hollt að taka strax þessa umræðu í kosn­inga­bar­átt­unni sem nú er fram und­an.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: