- Advertisement -

Stjórnmálamenn haldi kjafti og hlusti

Fjöl­miðlum er mútað.

„En hvað er til ráða? Ekki dug­ir að kjósa,“ skrifar Geir Ágústsson, verkfræðingur og hægri maður, í Moggann í dag. Geir er sýnilega langþreyttur á ástandinu: „Það virðist engu máli skipta hvað ný­kjör­inn stjórn­mála­maður fer ákveðinn inn í þing­hús Alþing­is eða ráðhús sveit­ar­fé­lag­anna: Þegar þangað er komið mæt­ir hon­um ein­fald­lega emb­ætt­is­manna­kerfið, and­spyrna, íhalds­semi kerf­is sem ver sjálft sig og í mörg­um til­vik­um per­sónu­árás­ir.“

„Kannski fyrsta ráðið sé að hætta að hlusta á stjórn­mála­menn sem ein­oka umræðu- og frétta­tíma og krefja stjórn­mála­menn­ina þess í stað um að halda kjafti og byrja að hlusta. Um leið má láta frétt­ir eiga sig. Þar bjóða stjórn­lynd­ir blaðamenn stjórn­lynd­um ein­stak­ling­um í viðtal eft­ir viðtal og boða þannig heims­mynd sína und­ir fána fag­mennsku og frétta­flutn­ings,“ skrifar Geir og hann efast stórlega um heilindi fjölmiðla, ekki síður en um stjórnmálamennina.

„Fjöl­miðlum er mútað með skatt­fé til að hlífa stjórn­mála­mönn­um við óþægi­legri gagn­rýni, og þeir rit­skoðaðir í nafni upp­lýs­inga­óreiðu þegar þeir reyna að bera á borð annað en hina einu sönnu skoðun.“

Ríkið er ekki mamma okk­ar.

Hægri manninum Geir er umhugað um athæfi stjórnmálamennina: „Í kjöl­farið má svo biðja stjórn­mála­menn um raun­veru­lega rétt­læt­ingu á öll­um þess­um rík­is­af­skipt­um: Hvað eru menn að fá fyr­ir skatt­heimtu á öllu sem hreyf­ist, eða er kyrr­stætt? Þarf virki­lega að halda úti skatt­heimtu þar sem jaðarskatt­ur­inn er miklu nær 100% en 40% til að styðja við fá­tæka, reka svo­lítið heil­brigðis­kerfi og bjóða ungu fólki upp á ein­hverja mennt­un? Þarf í raun að tak­marka at­vinnu- og tján­ing­ar­frelsi okk­ar í miðalda­stíl til að tryggja alls­herj­ar­reglu? Þarf full­frískt fólk á öll­um þess­um bót­um – og skött­um – að halda til að sam­fé­lagið grotni ekki niður í hreysa­byggðir og glæpa­öldu? Er stjórn­mála­maður svona miklu hæf­ari til að ráðskast með líf þitt en þú að stjórna því nokk­urn veg­inn á eig­in spýt­ur?“

Endum á þessu: „Fyrsta skrefið er hjá okk­ur sjálf­um. Ríkið er ekki mamma okk­ar. Það á að þjóna okk­ur ef það á að geta rétt­læt til­vist sína. Það ger­ir það ekki í meiri mæli en svo að á eft­ir klappi kem­ur kreppt­ur hnefi. Nú er mál að linni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: