- Advertisement -

Stjórnmálamenn efast um blaðamenn

Í rannsókn, sem gerð var fyrir kosningarnar 2013, kom fram að stjórnmálamenn hafa ekki mikla trú á fjölmiðlamönnum. Birgir Guðmundsson er formælandi könnunarinnar.

„Auðvitað þurfa blaða- og fjölmiðlarnir að velta fyrir sér hversu ákveðnar vísbendingar koma fram í viðhorfum stjórnmálamanna til fjölmiðla að þeir séu með sína eigin pólitísku viðhorf og að fjölmiðlarnir séu almennt ekki hlutlausir og það væri hroki af blaðamanna að segja þá að ekkert sé að marka það sem stjórnmálamennirnir segja,“ segir Birgir Guðmundsson, háskólakennari á Akureyri, um könnun sem gerð var um viðhorf stjórnmálamanna til fjölmiðla í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra.

„Stjórnmálamennirnir upplifa í raun og alvöru stjórnmálakerfið hér, og fjölmiðlar eru hluti af því, að hér sé enn flokksblaðamennska.“ Birgir benti á að þetta kom vel fram þegar rýnt er betur í niðurstöðurnar. Þá kemur í ljós að borgaralega blokkin, það er Sjálfstæðismenn og Framsókn telja að ákveðnir fjölmiðlar séu mjög vinstrisinnaðir og þá fjölmiðla telur vinstriblokkin vera hlutlausa. Viðhorfin sýni að mati þeirra sem spurðir voru, að við séum í raun ekki komin út úr flokksblaðakerfinu. „Ég held því fram að við séum með ákveðna tegund flokksblaðamennsku sem ég kalla pólitíska markaðsfjölmiðlun sem lýsir sér meðal annars í að eigendur fjölmiðlanna hafa tekið sér pólitíska stöðu með ákveðnum blokkum, gróft til tekið, einsog almannarómur hefur haldið fram. Það er samþjappaðra eignarhald hér á landi en annarsstaðar,“ segir Birgir.

Hann segir reglur um fjölmiðla hafa verið minni hér en víðast þekkist. „Hér er tiltölulega mikið regluleysi, samþjöppun á fjölmiðlum og stutt síðan við vorum í flokksblaðamennsku og svo þurfa blaðamenn að líta í eigin barm.“ Hann segir talað um að fagmennska og fagvitund fjölmiðlamanna skipti máli og að hún sé til þess að gera á bernskustigi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eru blaðamenn viðkvæmir fyrir gagnrýninni?

„Mjög. Við þekkjum það. Ég var dekkert betri en aðrir. Það má skilja þetta, fólk er að vanda sig og fjölmiðlafólk eru stundum prinsessur í sér.“.

Viðhorf stjórnmálamanna til fjölmiðla fer eftir skoðunum stjórnmálamannanna.

„Hægri menn telja suma fjölmiðla vera vinstri sinnaða. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn telja til dæmis RÚV og DV vera mjög vinstrisinnaða fjölmiðla. Samfylkingarfólk og Vinstri græn segja þessa miðla hlutlausa. Allir eru sammála um að Mogginn sé hægri sinnaður,“ sagði Birgir Guðmundsson.

Viðtalið í heild er að finna á Vísi. Grein sem Birgir skrifaði um þetta efni er að finna á http://stjornsyslustofnun.hi.is/


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: