- Advertisement -

Stjórnmálafræðingar sem leyfa sér allt

Gunnar Smári:

Það er eins og Stefanía, eins og Eiríkur Bergmann, leyfi sér nánast hvað sem er til að gera lítið úr þeim flokkum sem þau telji að ógni þeim flokkum sem þau vilja veg sem mestan.

Ég skil ekki hvers vegna alltaf er verið að tala við stjórnmálafræðina sem oft hafa verið orðið uppvísir af að fara með rangt mál. Hvað er það? Til hvers að hafa fréttaskýrendur sem rugla málin en skýra þau ekki?

Hér segir Stefanía Óskarsdóttir, fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Núna sjáum við að Sósíalistaflokkurinn er kannski á ákveðninni siglingu en þó ekki á eins mikilli siglingu og oft hefur átt við um nýja flokka sem að hafa rokið upp í skoðanakönnunum stuttu eftir að þeir kynntu framboðið. Dæmi eru um að slíkir flokkar mælist með 20 prósent eða meira fylgi í könnunum en síðan hefur uppskeran orðið rýrari.“

Hvaða framboð er hún að tala um?

Hvaða framboð er hún að tala um? Hvaða nýju flokkar hafa mælst með 20% þegar þeir hafa kynnt lista sína en uppskorið svo minna í kosningum? Málið er að hið öfuga er reglan. Píratar, Borgarahreyfingin og Miðflokkurinn mældust lágt við fyrstu mælingar en náðu síðan ágætri kosningu. Flokkur fólks komst á þing í annarri tilraun, mældist hæðst með um 10% og fékk svo 6,7% í kosningum. Viðreisn mældist vel í fyrsti mælingu og hélt því fylgi og bætti við sig í sinni fyrstu kosningabaráttu. Björt framtíð var klofningur í Framsókn og Samfylkingu og mældist hátt um tíma á miðju kjörtímabili og stóð sig ágætlega í kosningabaráttu.

Það er eins og Stefanía, eins og Eiríkur Bergmann, leyfi sér nánast hvað sem er til að gera lítið úr þeim flokkum sem þau telji að ógni þeim flokkum sem þau vilja veg sem mestan.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: