- Advertisement -

Stjórnmálafólk sem virðir ekki lögin

Þorsteinn Sæmundsson.

Sören Kirkegaard sagði einhvern tímann að ef maður brynni í skinninu af löngun til að breyta heiminum ætti maður byrja á einhverju nærtæku; sjálfum sér,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki.

„Ég held að það sé kannski hollt fyrir okkur öll sem erum í pólitík að hugsa með þeim hætti þegar við veltum fyrir okkur dvínandi trausti, sem er nú reyndar aðeins á uppleið aftur, á stjórnmál og t.d. Alþingi. Víða er pottur brotinn.“

Næst sagði þingmaðurinn: „Ég held t.d. að ágætisleið til þess að auka traust í stjórnmálum væri að stjórnmálafólk færi að lögum. Við höfum orðið vör við það og vitni að því mörg hver að ráðherrar í ýmsum ríkisstjórnum hafa brotið jafnréttislög ítrekað, skipulagslög og lög um sóttvarnir. Við höfum dæmi um það að Reykjavíkurborg brýtur lög jafnréttis, fánalög og lög um opinber útboð ítrekað. Þarna er kannski verk að vinna fyrir okkur sem erum í stjórnmálum, að fara einfaldlega að lögum. Það er líka ágætt fyrir okkur að hugsa til þess að stjórnmálaflokkarnir sem stofnanir fari að lögum og góðum venjum, t.d. hvað varðar skil á bókhaldi og hvernig gengið er um bókhald flokkanna. Þegar við hugsum þetta dæmi fram og til baka þá held ég að þau orð sem ég hóf mál mitt á, orð Sörens Kirkegaards, að sá sem brenni í skinninu yfir því að breyta heiminum eigi að byrja á einhverju nærtæku, nefnilega sjálfum sér, eigi vel við.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: