„Pólitískir flokkar, sem áður voru vel smurðir og valdamiklir eru í fullkominni upplausn, aðgerðarinnar hafa yfirgefið þá, þeir eru þjakaðir af innanflokksátökum, ófærir um að gegna hlutverki sínu í opinberum umræðum og í örvæntingarfullri leit að nýjum hugmyndum til þess að takast á við breytta veröld.“
Þetta er tilvitnun í nýjustu Moggagrein Styrmis Gunnarssonar. Hann vitnar þar í orð franskrar blaðakonu, Sylvie Kauffman, sem hefur unnið bæði fyrir hið virta franska dagblað Le Monde og New York Times og í mörgum löndum.
Styrmi er þetta greinilega hugleikið, ekki síst afleidd staða innan Sjálfstæðisflokksins. Hann segir almennt um flokkana: „Þeir eru í lífshættu vegna þess að þeir endurspegla ekki lengur í stefnu og störfum knýjandi umbætur af þessu tagi nú.“
Styrmir bendir á djúpar rætur ósættis innan síns flokks: „Hrunið 2008 leiddi til viðhorfsbreytinga hjá almennum borgurum hér. Ein af ástæðunum fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast við að halda sér fyrir ofan 20% fylgi í skoðanakönnunum er sú upplifun fólks að hann hafi ekki gert upp sinn þátt í hruninu.“