- Advertisement -

Stjórnmálaflokkar eru í lífshættu

Styrmir Gunnarsson.

„Póli­tísk­ir flokk­ar, sem áður voru vel smurðir og valda­mikl­ir eru í full­kom­inni upp­lausn, aðgerðarinnar hafa yf­ir­gefið þá, þeir eru þjakaðir af inn­an­flokksátök­um, ófær­ir um að gegna hlut­verki sínu í op­in­ber­um umræðum og í ör­vænt­ing­ar­fullri leit að nýj­um hug­mynd­um til þess að tak­ast á við breytta ver­öld.“

Þetta er tilvitnun í nýjustu Moggagrein Styrmis Gunnarssonar. Hann vitnar þar í orð franskr­ar blaðakonu, Sylvie Kauffman, sem hef­ur unnið bæði fyr­ir hið virta franska dag­blað Le Monde og New York Times og í mörg­um lönd­um. 

Styrmi er þetta greinilega hugleikið, ekki síst afleidd staða innan Sjálfstæðisflokksins. Hann segir almennt um flokkana: „Þeir eru í lífs­hættu vegna þess að þeir end­ur­spegla ekki leng­ur í stefnu og störf­um knýj­andi um­bæt­ur af þessu tagi nú.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir bendir á djúpar rætur ósættis innan síns flokks: „Hrunið 2008 leiddi til viðhorfs­breyt­inga hjá al­menn­um borg­ur­um hér. Ein af ástæðunum fyr­ir því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er að berj­ast við að halda sér fyr­ir ofan 20% fylgi í skoðana­könn­un­um er sú upp­lif­un fólks að hann hafi ekki gert upp sinn þátt í hrun­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: