- Advertisement -

„Stjórnmál, sjávarútvegur og spilling“

Oddný Harðardóttir:
Um­fjöll­un­in var ít­ar­leg og studd með gögn­um um mútu­greiðslur, skattsvik og pen­ingaþvætti. Og okk­ur brá.

„Ítrekað hef­ur verið bent á að of sterk yf­ir­ráð fárra aðila yfir fisk­veiðiauðlind­inni þýddu meiri völd til þeirra í þjóðfé­lag­inu en heil­brigt gæti tal­ist og staða þeirra sé of sterk gagn­vart stjórn­völd­um. Völd þeirra og áhrif í þjóðfé­lag­inu geti verið skaðleg, að áhrif þeirra á ákv­arðanir í stjórn­kerf­inu og á vett­vangi stjórn­mála geti unnið gegn al­manna­hag.“

Þetta er hluti fínnar greinar sem Oddný Harðardóttir skrifar í Mogga dagsins.

 Oddný rifjar upp ríkisstjórnarfund eftir að Kveikur lýsti viðskiptum Samherja í Namibíu. Þar var talað um að bregðast við. Fyrir 500 dögum.

Með um­fjöll­un­inni var dreg­in upp dökk mynd af starf­semi Sam­herja…

„Það var þann 12. nóv­em­ber 2019 að rann­sókn­ar­blaðamennska Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wikileaks var op­in­beruð um starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Um­fjöll­un­in var ít­ar­leg og studd með gögn­um um mútu­greiðslur, skattsvik og pen­ingaþvætti. Og okk­ur brá.

Með um­fjöll­un­inni var dreg­in upp dökk mynd af starf­semi Sam­herja, eins stærsta fyr­ir­tæk­is á Íslandi. Stjórnmál, sjávarútvegur og spilling á inn­an við ára­tug og teygt arma sína inn í fjöl­marga aðra geira en fisk­vinnslu á Íslandi.“

„Í plagg­inu frá rík­is­stjórn­inni, sem var birt fyr­ir næst­um 500 dög­um, er talað um að ráðast þurfi í end­ur­skoðun laga um stjórn fisk­veiða svo regl­ur um há­marks­afla­hlut­deild séu skýr­ar. Eins og lög­in hafa verið túlkuð þá má einn aðili ráða yfir 12% kvót­ans og því til viðbót­ar eiga 49% hlut í öll­um hinum fyr­ir­tækj­un­um sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa.

Í stað þess að einn aðili þurfi að eiga meiri­hluta í öðrum til að telj­ast tengd­ur aðili, ætti að miða við 25% líkt og viðmiðið er í lög­um um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda. Upp­lýs­ing­ar um raun­veru­lega eig­end­ur eru aðgengi­leg­ar al­menn­ingi. Auk þess að vinna gegn samþjöpp­un mun þessi breyt­ing auðvelda til muna eft­ir­lit Fiski­stofu með tengd­um aðilum og mat á því hvort 12% há­mark­inu sé náð. Og jafn­vel þó að meiri­hlutaviðmiðið sé al­mennt viðmið, þá er hér um að ræða sam­eig­in­leg­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar sem sér­stöku máli gegn­ir um.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: