- Advertisement -

Stjórnendur VR og Hörpu hittast

„Það tókst að gera þjóðarskömmina að þjóðarperlu. Það tókst að ná þjóðarsátt um Hörpuna.“

„Við ætlum að hitta stjórnendur Hörpu í næstu viku,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

„Ég kalla eftir skýrri afstöðu ríkis og borgar, sem eiga húsið, og að borgarstjóri og forsætisráðherra beiti sér í málinu. Stjórnendur Hörpu hljóta að fara eftir eigendastefnu og ég neita að trúa því að þeir sem mynda stefnuna sitji með hendur í skauti þessa dagana meðan Stjórnendur ganga fram eftir því sem þeim er lagt. Almenningur fékk hálfkláraða Hörpuna í vöggugjöf eftir hrunið. Það var vitað að húsið gæti aldrei staðið undir sér. En samt var ákveðið að breyta þessum minnisvarða útrásarinnar í virðulegt tónlistar, ráðstefnu og menningarhús,“ skrifar hann á Facebook.

Og hann skrifar: „Það tókst að gera þjóðarskömmina að þjóðarperlu. Það tókst að ná þjóðarsátt um Hörpuna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Áfram skrifar Ragnar Þór: „Þar iðar allt af menningu og lífi og manni þykir vænt um húsið og starfsemina og tala nú ekki um allt starfsfólkið. Spurningin er því sú hvort eitt helsta menningarhús Íslendinga verði að reka með hagnaði? Það verður aldrei gert öðruvísi en með gerfiverktöku og öðru skammarlegu sem fylgir því að reka fyrirtæki sem geta illa eða aldrei staðið undir sér. Staðan er sérstaklega skammarleg í ljósi þess að Ríkið og Reykjavíkurborg eiga húsið og reka. Til þess að sátt náist um húsið og starfsemina þarf virðingin og sáttin að koma innanfrá og út. Starfsfólkið er hjarta hússins, er hjarta Hörpunnar. Það má líkja starfsmönnum við strengina og Harpan gæti hæglega orðið strengjalaus ef ekkert verður að gert.“

„Ég mun funda eftir helgi með þjónustufulltrúum Hörpu og svo með stjórnendum. Ég vona svo sannarlega að það náist lending í málinu. Þess vegna er mikilvægt að senda stjórnvöldum skýr skilaboð eða öllu heldur spurningu hvort þau ætli að breyta þessu menningardjásni þjóðarinnar í sama ískalda hjartalausa minnisvarðan og við fengum í fangið eftir hrun,“ endar Ragnar Þór grein sína.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: