- Advertisement -

Stjórnarþingmenn vilja vita meira

Stjórnarþingmennirnir Njáll Trausti Friðbertsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir.

Rætt var um þensluáhrif væntanlegra útboða í verklegum framkvæmdum, og að skortur er á samræmdir heildaryfirsýn yfir helstu framkvæmdir í landinu, á síðasta fundi fjárlaganefndar.

Stjórnarþingmennirnir Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki og Theodóra S. Þorsteinsdóttir Bjartri framtíð vilja að fjárlaganefnd verði sér úti um upplýsingar um verklegar framkvæmdir í landinu.

Þeim þykir ráð að leita eftir upplýsingum frá Ísavía, Landsneti, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum, Vegagerðinni, Landsvirkjun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

„Fjárlagnefnd hefur nú til meðferðar fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022. Komið hefur í ljós í kjölfar aukinna framkvæmda í landinu að ekki er haldið á einum stað með samræmdum hætti yfirlit og upplýsingum um yfirstandandi framkvæmdir, framkvæmdaþörf og framkvæmdahorfur til lengri tíma. Upplýsingar sem þessar hefur vantað til notkunar fyrir hagstjórnina. Óskað er eftir að fjárlaganefnd afli upplýsinga um þessi mál sem og útboðsmarkaði og útboðsverkefni fyrir helstu framkvæmdir ríkis, sveitarfélaga og einkageirans sem sýni umfang markaðarins, væntanlega þróun hans í umfangi og verðlagninu, framtíðarsýn, skoðun fagaðila á þessum málum og annað sem máli skiptir í þessu samhengi fyrir hagstjórnina,“ segir í bókun sem þau lögðu fram á fundi fjárlaganefndar.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: