- Advertisement -

Stjórnarþingmenn hunsuðu umræðu um vanda Grindvíkinga

Mér hefði þótt sæmandi að þingmenn tækju þátt í þessari umræðu í ljósi þeirra mikilvægu verkefna sem bíða okkar hvað varðar Grindavík.

Guðbrandur Einarsson.

Alþingi Á Alþingi var mikil umræða um vanda Grindvíkinga og Grindavíkur. Guðbrandur Einarsson Viðreisn sagði ekki vanþörf á.

„Staðan er slík að ábyrgð okkar er mikil hvað Grindavík varðar. Við höfum m.a. verið að fara yfir framlengingu á þeim úrræðum sem hafa verið sett á fót, svo sem rekstrarstyrkjum til fyrirtækja, launastuðningi og húsaleigustuðningi. Allt eru þetta úrræði sem hafa gagnast þokkalega en núna fer að fjara undan þessum úrræðum vegna þess að fyrirtæki í Grindavík hafa verið að segja upp fólki og viðkomandi einstaklingar fara þá bara á bætur hjá Vinnumálastofnun,“ sagði Suðurnesjamaðurinn Guðbrandur.

„Síðan minnkar húsnæðisstuðningurinn verulega vegna þess að fólk er að kaupa sér annars staðar og er ekki í leigu. Við höfum mörg verið að velta fyrir okkur hvað tekur þá við.“

Þetta kom mér á óvart…

Næst nefnir Guðbrandur mismikinn áhuga alþingismanna vegna hinnar alvarlegu stöðu Grindavíkinga:

„Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru mjög duglegir við að ræða málefni Grindavíkur þessa tvo daga og við urðum margs vísari. Við getum lært hvert af öðru og við gerum allt of lítið af því að taka stór grundvallarmál og ræða þau í þaula. Það vakti hins vegar athygli, virðulegi forseti, að það var enginn stjórnarþingmaður sem tók þátt í þessari umræðu, ekki einn, fyrir utan þá sem fluttu málið í þinginu.

Þetta var því umræða stjórnarandstöðunnar. Mér hefði þótt sæmandi að þingmenn tækju þátt í þessari umræðu í ljósi þeirra mikilvægu verkefna sem bíða okkar hvað varðar Grindavík. Þetta kom mér á óvart og ég átta mig illa á því hvernig stendur á því að það er látið í hendur stjórnarandstöðunnar að tala um Grindavík og meiri hlutinn tekur ekki þátt í slíkri umræðu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: