- Advertisement -

Stjórnarskrárbreytingar í skrúfstykki

Stjórnmál „Það verða mikil vonbrigði, mikil vonbrigði, náist ekki að afgreiða þetta samhliða öðrum kosningum,“ sagði Aðalheiður Ámundadóttir, fulltrúi Pírata í stjórnarskrárnefnd, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni, síðastliðinn sunnudag. Þar sat hún ásamt Birgi Ármannssyni, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni.

Ekkert bendir til að stjórnarskrárnefndin nái saman um breytingartillögur svo unnt verði að kjósa um þær samhliða forsetakosningunum næsta sumar.

BÁ AA„Það er efnislegur ágreiningur í nokkrum atriðum,“ sagði Birgir. „Það eru allir að vilja gerðir til að reyna að leysa úr málinu. Hins vegar er þetta þannig þegar verið er að reyna að ná samkomulagi um orðalag á ákvæðum, af þessu tagi, sem sum hver hafa verið umdeild í langan tíma, þá getur hlaupið snuðra á þráðinn, jafnvel á síðustu metrunum einsog við höfum upplifað núna.“

Aðalheiður sagðist í raun bíða frétta um hvað meirihluti nefndarinnar vill gera. „Við höfum haldið hátt í tíu lokafundi í nefndinni á undanförnum vikum og mánuðum. Markmiðið var nefndin skilað af sér tillögum um þessi fjögur ákvæði, tímanlega til að Alþingi fengi nægan tíma til að ræða þær. Það hefði þurft að samþykkja þær fyrir jól til að þær kæmust í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosnigunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sá ágreiningur sem enn er uppi, er kannski ekki stórvægilegur miðað við það sem á undan er gengið í þessum málaflokki. Það getur verið erfitt að komast yfir síðasta hjallann, og við erum að basla við það núna,“ sagði Birgir.

„Nú eru margir mjög hugsi yfir hvaða tafir eru að verða á málinu núna og hvort þær tengist orðum forsetans þegar hann setti þingið í haust og varaði við þeim kosningum samhliða forsetakosningunum,“ sagði Aðalheiður.

En hvað sagði forsetinn?

„Sé tal­in nauðsyn að breyta stjórn­ar­skrá í grund­vallar­efn­um eru út­gjöld um þau efni þjóðar­atkvæðagreiðslu létt­væg lóð. Það er eðli­legt að þjóðin fái ótrufluð af öðru að að vega og meta slík­ar breyt­ing­ar,“ sagði Ólaf­ur og bætti svo við að nauðsyn­legt væri að stjórn­skip­um lands­ins sé ekki í upp­námi þegar þjóðin vel­ur for­seta.

„Hvort þingið sé að lippast niður gangvart því veit ég ekki. En þetta eru mikil vonbrigði. Vegna þess, að ef þetta næst ekki með forsetakosningunum, vegna þess að það mikill og hár þátttakendaþröskuldur í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Það þurfa mjög margir að mæta á kjörstað, og segja já til að breytingarnar verði samþykktar,“ sagði Aðalheiður.

Birgir sagði að sá ágreiningur sem enn er uppi, sé kannski ekki stórvægilegur miðað við það sem á undan er gengið í þessum málaflokki. „Það getur verið erfitt að komast yfir síðasta hjallann, og við erum að basla við það núna.“

 

Meira síðar af viðtalinu.

Viðtalið er hægt að hlusta á hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: