Björn Birgisson í Grindavík skrifaði og myndskreytti:
Segja má að baráttan fyrir breytingum á henni hafi í raun hafist daginn sem hún tók gildi.
Öllum var ljóst að hún var ekki sniðin fyrir nýfrjálst lýðræðisríki.
Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn voru hæstánægðir með plaggið vegna þess að þeir sáu í því skjól fyrir hagsmunagæslu sína – sjá það skjól enn og vilja ekki breyta neinu sem raunverulega skiptir máli.
Lengst af voru þeir flokkar stórir og sterkir og gátu ráðið því sem þeir vildu ráða – og gátu því lagst af þunga sínum gegn öllum alvöru breytingum á plagginu.
Nú er staða þessara flokka breytt.
Framsókn nagar líflínu þröskuldinn og Sjallar komnir niður undir 20% fylgi.
Samt tekst þeim að þvælast fyrir nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni!
Það geta þeir fyrst og fremst þakkað aumingjaskap þeirra sem segjast vilja breyta – en láta aldrei á það reyna fyrir alvöru.
**********
Nákvæmlega 38 árum eftir stofnun lýðveldisins ritaði baráttumaðurinn Vilmundur Gylfason orðin sem eru á meðfylgjandi mynd.
Þau orð eru í fullu gildi í dag – 38 árum eftir að þau voru rituð.
Ekkert hefur breyst.
Hagsmunagæslan hindrar enn nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni.
Eða eins og Vilmundur heitinn orðaði það:
Varðhundar hins þrönga flokksræðis hugsa um sjálfa sig og völd sín – völdin gegn fólkinu í landinu.