Stjórnmál

Stjórnarsamstarfið: Óli Björn tekur ekki þátt

By Miðjan

August 05, 2020

„Eng­um dylst að rík­is­stjórn og þing­menn standa frammi fyr­ir vanda­sömu verk­efni og erfiðum ákvörðunum við fjár­laga­gerðina. En und­an þeim verður ekki vikist, þótt kosn­ing­ar séu eft­ir rúmt ár,“ skrifar Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki í Moggann í dag og sýnir þar með að hann er sammála Miðjunni um að kosningabaráttan verður löng en ekki stutt. Eins og Katrín Jakobsdóttir lætur sig dreyma um.

Óli Björn minnir á að Alþingi kem­ur sam­an síðar í mánuðinum til að af­greiða nýja fjár­mála­stefnu en 1. októ­ber kem­ur nýtt þing sam­an og þá legg­ur fjár­málaráðherra fram fjár­laga­frum­varp fyr­ir kom­andi ár.

Óli Björn setur ríkisstjórninni skilyrði: „Það vit­laus­asta sem þingið get­ur gert við nú­ver­andi aðstæður er að freista þess að auka tekj­ur rík­is­ins með þyngri álög­um á fyr­ir­tæki og/​eða heim­ili. Í þeim leik tek ég ekki þátt,“ tilkynnir Óli Björn og telur sig eflaust geta sett ríkisstjórninni skilyrði. Baráttan er kannski einnig hafin innan Sjálfstæðisflokksins. Það kann að vera.

„En að opna fyr­ir súr­efniskr­ana skatta og gjalda er ekki aðeins skyn­sam­leg leið held­ur arðbær fjár­fest­ing til framtíðar fyr­ir rík­is­sjóð og al­menn­ing. Tekju­grunn­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga verður styrk­ari til lengri tíma og ráðstöf­un­ar­tekj­ur launa­fólks meiri. Þetta er ekki flókn­ara,“ skrifar formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.