- Advertisement -

Stjórnarkerfið er gegnumsmogið af pólitískri spillingu

Pólitískir misindismenn eru settir til hinna æðstu metorða.

„Augljóst er, að allt stjórnarkerfi núverandi hæstv. ríkisstj. er gegnumsmogið af pólitískri spillingu. Eitt aðalatriði í stefnu hæstv. ríkisstj. einkennist fyrst og fremst af þeirri meginreglu að skipta til helminga á milli sín embættum og öðrum stöðuveitingum svo og allri aðstöðu til fjárplógsstarfsemi.

Pólitískir misindismenn eru settir til hinna æðstu metorða, ef þeir eru nægilega ötulir til starfa í þágu flokksins, en þeir menn, sem hafa máske margfalda þekkingu og starfshæfni fram yfir hinn ötula flokksmann, eru útilokaðir frá því að fá starf við sitt hæfi. … Þess eru mörg dæmi, að ungir og efnilegir menn, sem lokið hafa erfiðu skólanámi með ágætum árangri, hafa orðið að hrökklast af landi burt, vegna þess að ráðamenn þjóðfélagsins hafa ekki talið sig þurfa á starfskrafti þeirra að halda. Þetta gerist á sama tíma sem þjóðina vantar sérfræðinga á ótal sviðum. Verkefni fyrir slíka menn virðast ótæmandi. Núverandi hæstv. ríkisstj. hefur alveg sérstaklega verið lagin á að flæma menn burt frá starfi…“

Úr ræðu Gunnars Jóhannssonar þingmanns Siglfirðinga í umræðu um vantraust á ráðherra á Alþingi 1954 (!). Þetta var árið sem Deleríum Búbónis var frumflutt sem útvarpsleikrit. Þorvaldur Gylfason rifjaði þetta upp.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: