Stjórnarflokkarnir klofnir í mörgum málum
„Fyrir kosningarnar var ekki þverfótað fyrir loforðum um að málefnin réðu för. En ef málefnin hefðu í alvöru ráðið för í þessu ríkisstjórnarsamstarfi þá hefði það aldrei orðið að veruleika. Það er augljóst við lestur stjórnarsáttmálans hvað stjórnarflokkarnir eru klofnir í mörgum málum. En í rauninni má kannski hrósa þeim fyrir að gera út um klofninginn á prenti og boða til blaðamannafundar til að kynna hann. Mjög spes. En þessi sáttmáli boðar algjöra uppgjöf í kringum stóru málaflokkana sem þau náðu ekki saman um á síðasta kjörtímabili. Stjórnarskráin, hálendisþjóðgarður, húsnæðisvandinn, efling Alþingis og traust á stjórnmálum er ekki á dagskrá. Í staðinn á að botnvirkja landið og einkavæða innviði og grunnþjónustu,“ sagði Björn Leví Gunnarsson á Alþingi í kvöld.
Hér er slóð á ræðu Björns Leví.