- Advertisement -

Stjórnarandstæðingur í Sjálfstæðisflokki

Vilhjálmur Bjarnason.

Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki par sáttur við verk ríkisstjórnarinnar. Hann hlífir ekki eigin flokksfólki. Hann skrifaði grein í Moggann í dag og fjallar þar, meðal annars, um skoðanir flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, sem er varaformaður fjárlaganefndar:

„Beint er haft eft­ir alþing­is­mann­in­um: „Spít­al­inn er með gríðarlega mögu­leika til for­gangs­röðunar fjár­muna og ráðuneytið hef­ur verið að reyna að herða að út­gjalda­vexti síðustu ára. Svo þarf einnig að fara í önn­ur mik­il­væg verk­efni eins og til dæm­is rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila“. Svo seg­ir einnig, „Sök­um lakr­ar fjár­mála­stjórn­un­ar Land­spít­ala und­an­far­in ár hef­ur verið kallað eft­ir leiðum til hagræðing­ar.“

Nú er það svo að Alþingi og heil­brigðisráðherra hafa sett hagræðing­ar­kröf­ur á Land­spít­al­ann á hverju ári. Að ekki sé talað um kröf­ur um for­gangs­röðun verk­efna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórn­mála­menn ákveði hvaða sjúk­ling­ar eiga að lifa og hverj­ir eiga að deyja.

Ekki get­ur það tal­ist lök fjár­mála­stjórn hjá Land­spít­al­an­um að kjara­samn­ing­ar rík­is­ins við heil­brigðis­stétt­ir séu ekki í takt við áætlan­ir fjár­laga­nefnd­ar. Ekki get­ur það tal­ist lök fjár­mála­stjórn að sókn eft­ir heil­brigðisþjón­ustu er um­fram áætlan­ir og vilja fjár­laga­nefnd­ar. Í hverju ligg­ur lök fjármálastjórn Land­spít­al­ans?

Nú kann að vera svo komið að kraf­an á for­gangs­röðun í heil­brigðis­kerf­inu sé fall­in á stjórn­mála­menn. Stjórn­mála­menn þurfa þá að fara að ákveða hvaða sjúk­ling­ar eiga að lifa og hverj­ir eiga að deyja. Það er í raun póli­tísk ákvörðun.“

Vilhjálmur heldur áfram: „Stjórn­mála­menn hafa nú þegar ákveðið hvað er eðli­leg­ur bið- og kvala­tími eft­ir liðskiptaaðgerðum. Stjórn­mála­menn hafa einnig ákveðið hvað er eðli­leg­ur sjón­leys­is­tími í bið eft­ir auga­steinsaðgerðum. Þess­ar aðgerðir eru mjög vel falln­ar til útboða til þess að fá hag­stætt verð í veitta þjón­ustu. Af ein­hverj­um ástæðum hef­ur heil­brigðisráðherra ekki verið fá­an­leg­ur til þess að stytta biðtíma fyr­ir þess­ar aðgerðir með því að fara út fyr­ir Land­spít­al­ann til að kaupa slíka þjón­ustu, sem oft og tíðum er alls ekki spít­alaþjón­usta held­ur stofuþjón­usta.“

.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: