- Advertisement -

Stjórn Strætó vill ekki starfsfólkið

Sanna Magdalena.

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi vill að starfsfólk Strætó geti tilnefnt áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundi hjá Stætó. Strætó segir nei.

Sanna segir með setu á  stjórnarfundum geti starfsmenn komið sínum sjónarmiðum beint til stjórnarinnar.

„Í svari við fyrirspurn um þetta málefni stendur að í stofnsamningi Strætó komi fram hverjir hafa rétt til setu í stjórn Strætó. Þar komi fram að stjórn Strætó sé skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarsveitarfélagi, sem séu pólitísk kjörnir fulltrúar og uppfylli hæfiskröfur sveitarstjórnarlaga. Erfiðlega hefur gengið að finna stofnsamninginn sem vísað er í en Strætó er byggðasamlag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem starfar á grundvelli stofnsamnings frá 7. maí 2001,“ segir Sanna Magdalena.

Hún segir að fjallað sé um stofnsamninginn í ýmsum nýlegri rafrænum skjölum sem tengjast strætó. „Þá hefur einnig verið rætt um endurskoðun á stofnsamningnum á ýmsum stöðum. Æskilegt væri að stofnsamningurinn væri aðgengilegur á rafrænu formi til glöggvunar ef hann er það ekki nú þegar en svo virðist ekki vera.“

Áður áttu starfsmenn  rétt til stjórnarsetu: „Áður fyrr þá höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: