- Advertisement -

Segir stjórn heilbrigðiskerfisins vera í molum

Það eina sem þetta skjal kem­ur til með að „standa vörð um“ er ráðherr­aræðið.

Jón Gauti um Svandísi:
„Stefna sem unn­in er nán­ast í al­gjörri ein­angr­un án sam­tals og sam­ráðs við hags­munaaðila inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins hvorki í grein­ing­ar­hlut­an­um, sem reynd­ar átti sér varla stað, né í mót­un áherslna stend­ur ekki und­ir nafni.

„Sú staðreynd að heil­brigðis­kerfið hef­ur verið rekið án form­legr­ar stefnu síðan 2010 er í raun birt­ing­ar­mynd frum­vanda kerf­is­ins sem ligg­ur í því að stjórn­skipu­lag þess er í mol­um og hef­ur verið það lengi,“ skrifar Jón Gauti Jónsson, sem er formaður Sam­taka heil­brigðis­fyr­ir­tækja, í Moggagrein.

„Getu- og ábyrgðarleysi ráðuneyt­is­ins til þess að starf­rækja og viðhalda skil­virku stjórn­skipu­lagi og móta heild­stæða stefnu er óskilj­an­leg og vand­ræðaleg staðreynd. Stjórn­kerfi sem skil­grein­ir hlut­verk, vald, ábyrgð og verka­skipt­ingu lyk­ilaðila, þar sem mark­mið og for­gangs­atriði eru skýr og tryggt að öll hjól gang­verks­ins séu sam­stiga er frum­for­senda þess að hægt sé að inn­leiða heild­stæða og vandaða stefnu,“ segir einnig í greininni.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Það skjal sem núna er í meðför­um þings­ins og ráðherra kall­ar heil­brigðis­stefnu stend­ur eng­an veg­inn und­ir því nafni.“

Jón Gauti dregur hvergi af sér þegar hann fjallar um væntanlega heilbrigðisstefnu: „Það skjal sem núna er í meðför­um þings­ins og ráðherra kall­ar heil­brigðis­stefnu stend­ur eng­an veg­inn und­ir því nafni. Það eina sem þetta skjal kem­ur til með að „standa vörð um“ er ráðherr­aræðið sem er ekki bara vax­andi lýðræðis­vanda­mál í okk­ar stjórn­ar­fari held­ur líka afar slæm staðreynd þegar við höf­um þann ein­beitta geðþótta­vilja ráðherra að því að færa heil­brigðis­kerfið aft­ur til fortíðar, eins og raun ber vitni.“

Jón Gauti telur heilbrigðisráðherra um starfa í einangrun:

„Stefna sem inni­held­ur ekki orð um for­gangs­röðun, aðgerðaráætlan­ir, ár­ang­urs­mæl­ing­ar eða aðra mæli­kv­arða get­ur ekki orðið nokkr­um manni leiðarljós. Stefna sem unn­in er nán­ast í al­gjörri ein­angr­un án sam­tals og sam­ráðs við hags­munaaðila inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins hvorki í grein­ing­ar­hlut­an­um, sem reynd­ar átti sér varla stað, né í mót­un áherslna stend­ur ekki und­ir nafni. Svona mætti lengi telja. Það eina rétta í stöðunni er að end­ur­senda þetta skjal aft­ur heim í hérað og óska eft­ir því að ráðuneytið end­ur­vinni plaggið með aðstoð sér­fræðinga í stefnu­mót­un og í sam­vinnu við hags­munaaðila inn­an kerf­is­ins. Ein­ung­is þannig get­ur raun­veru­leg, heild­stæð og vönduð heil­brigðis­stefna orðið til.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: