- Advertisement -

Steypuaðallinn ræður ferðinni á íbúðarmarkaði

 

Gestir þáttarins Mýrdalssandur í talvarpi Miðjunnar eru þau Helgi Pétursson og Guðríður Arnardóttir. Víða var komið við. Hér er kafli þar sem þau töluðu um íbúðarmarkaðinn og hversu erfiður hann er, einkum þeim elstu sem og þeim yngstu.

Helgi segir kerfin ekki virka. Eldra fólk geti ekki selt eigirnar sínar þar sem ekkert er til, til að kaupa. „Það er ekkert til sölu, nema þá blokkaríbúðir með tveimur marmaraklósettum á 70 milljónir, steypuaðallinn ræður þessu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og hann spyr, hvað varð um hið áhyggjulausa ævikvöld.

Guðríður segir vera skýr kynslóðaskipti. Þau sem eru að klára háskóla núna, þeirra bíði fátt annað en óþarfa flottar íbúðir sem eru dýrar og skuldugt fólk úr námi hefur ekki efni á þeim

Þau töluðu um leigufélög að erlendri fyrirmynd

„Unga fólkið okkar spyr, hvar eru hentugar íbúðir, ef það er í Danmörku eða Noregi, þá fer það bara þangað. Það er enginn skyldugur til að búa hér. Oft það fólk sem hefur verðmæta menntun.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: