- Advertisement -

Steypa læknar ekki fólk

„Fangelsið á Hólmsheiði er dæmi um opinbera framkvæmd sem lítur vel út á blaði en hefur alla vega ekki enn nýst sem skyldi.“

Samfélag „Byggingar eru eitt og þjónusta er annað. Á meðan ekki er hægt að tryggja fjármagn í að manna vaktir á Landspítala, kaupa nauðsynleg lyf eða tryggja lágmarksöryggi sjúklinga, er til einskis að eyða peningum ríkisins í steypu og halda að það leysi vandann,“ sagði formaður velferðarnefndar Alþingis, Halldóra Mogensen, í þingræðu.

Hún tók dæmi máli sínu til stuðnings: „Fangelsið á Hólmsheiði er dæmi um opinbera framkvæmd sem lítur vel út á blaði en hefur alla vega ekki enn nýst sem skyldi. Á meðan ekki er til fjármagn til að fjölga fangavörðum, svo ekki sé talað um starfsfólk sem gætir að geðheilbrigði og endurhæfingu fanga, er til lítils að byggja nýtt fangelsi fyrir þrjá milljarða. Hið sama er uppi á teningnum hvað Landspítalann varðar. Steypan sjálf læknar ekki fólk. Það gera læknar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, kokkar, ræstitæknar og allt það mikilvæga starfsfólk sem vinnur á spítalanum,“ sagði Halldóra. Talað er um að gera skýrslu um staðarval sjúkrahússins.

„En jú, klárum eina skýrslu enn og gerum það vel og faglega í þetta skiptið, kjósum svo um framhaldið. En gleymum því ekki að án fjármagns til reksturs mun sú skýrsla engu máli skipta fyrir heilsu fólks,“ sagði formaður velferðarnefndar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: