Fréttir

Sterk króna hindrar ekki ferðafólk

By Miðjan

June 15, 2017

Mikill munur er á fjölgun ferðamanna og hversu mikil viðskipti þeir eiga meðan þeir dvelja hér. Meðan ferðamönnum fjölgaði um meira en sextíu prósent í apríl í ár, miðað við apríl í fyrra, hefur kortavelta þeirra aðeins aukist um innan við þrjátíu prósent.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins fjölgaði ferðamönnum um 56 prósent miðað við sama tíma á síðasta árs. Þrátt fyrir ótta margra við fælingarmátt sterkrar krónu er ekki að sjá að hún fæli ferðamenn frá því að koma til Íslands. Hvers vegna kortavelta þeirra eykst ekki að sama skapi kann að vera vegna þess að hagi neyslu sinni öðruvísi vegna hvers hátt verðlag er hér á landi.