- Advertisement -

Stela sjúkrasjóðum stéttarfélaga

- fyrrverandi formaður VM sagði stjórnendur stéttarfélaga taka hluta af sjúkrasjóðum félaganna til að fjármagna undirboð félagsgjalda í samkeppni við önnur stéttarfélög.

„Ég tel t.d. að SA sé meðvitað um þetta og taki boðuðum aðgerðum mis alvarlega eftir því hver boðar aðgerðir. Í dag er staðan mjög alvarleg.“

Fréttin er lítillega uppfærð og endurbirt, af gefnu tilefni.

„Þetta er þjófnaður.  Stéttarfélögum á Íslandi er treyst fyrir einu prósenti af öllum launum í landinu. Þessir peningar eru ætlaðir þeim sem klára rétt sinn hjá atvinnurekenda þangað til þeir annað hvort ná sér af veikindum eða slysum eða þeir fara í önnur úrræði. Ef hluti þessara peninga, jafnvel þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum peningum er teknir til að reka félögin, þá er verið að stela peningum frá veiku fólki. Það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en þjófnað.“

Þetta sagði Guðmundur Þ. Ragnarsson, þá formaður VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Guðmundur segir dæmi þess að verkalýðsfélög gangi svo langt í samkeppni, við önnur félög, um félagsmenn að félagsgjöldin séu undir því sem þarf til að reka félögin, og því séu sjúkrasjóðirnir nýttir til rekstrar félaganna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og hverjar geta afleiðingarnar orðið fyrir þá sem færa sig til þeirra félaga sem þannig starfa?

Guðmundur sag’ihættuna vera þá að félagsmenn; „…sitji uppi með, lendi þeir í þeirri ógæfu að vera óvinnufærir, jafnvel vegna alvarlegra veikinda, þá fá þeir mjög lélegar útgreiðslur. Ég hef tekið á móti félagsmönnum, jafnvel með tárin í augunum, sem þakka okkur vegna þess að við borgum full laun, upp að 900 þúsund krónum á mánuði. Þeir segja þetta hafa bjarga fjárhag heimilanna, það að vera í svo sterkum sjúkrasjóði. Ég segi á móti, það á ekki að þakka félaginu. Þetta er samtryggingasjóður sem félagarnir hafa búið til ásamt öðrum félögum í VM. Sjóðurinn er þeirra eign. Stéttarfélögin hafa ekki heimild, að mínu viti, að taka þessa peninga inn í reksturinn og stela um leið frá veiku fólki.“

Getur munað miklu á félagsgjöldum, til að mynda hjá VM, og þeim sem bjóða lægri félagsgjöld, stendur t.d. vélstjórum til boða að borga mun lægri gjöld?

„Já, já. Miklu lægri. Það erum hinsvegar við sem vinnum alla vinnuna fyrir vélstjóra. Við tilnefnum fulltrúa í margar opinberar nefndir, starfsnefndir, undanþágunefnd, mönnunarnefnd og fleira. Við sjáum um kjarasamninginn og við berjumst fyrir bættum kjörum vélstjóra. Hin félögin, sem eru að kroppa í þetta, sækja sér félagsmenn án þess að ætla að vinna fyrir þá.“

Má skilja þig þannig að hér séu stéttarfélög, sem leggja lítið eða ekkert til grunnvinnunnar, en ná félagsmönnum til dæmis frá ykkur?

„Mér virðist að enginn hugi að hver staða sjúkrajóða er því auðvita ætlar engin að verða veikur.“

„Já. Tökum sjómennskuna sem dæmi. Eftir hrunið 2008. Þá féll gengi krónunnar og laun sjómanna hækkuðu umtalsvert. Þegar launin verða svo há fara mennirnir að horfa á félagsgjöldin. Við erum með fast gjald, 0,8 prósent, og sumir sáu sér leik á borði og fóru í félag sem bauð kannski fjörutíu eða fimmtíu þúsund króna félagsgjald á ári. Þá pæla menn bara ekkert í því sem fylgir að vera í félagi. Mér virðist að enginn hugi að hver staða sjúkrajóða er því auðvita ætlar engin að verða veikur. Við vitum að í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur er ekki einu sinni borgað lágmarksgjald út úr sjóðnum, gjald sem Alþýðusambandið setur öllum félögum að gera. Þeir eru langt fyrir neðan það. Sum þessara félaga reka sig, meðal annars, með því að sækja sé rekstrarfé úr sjúkrasjóðunum. Félagsgjöldin eru svo lág að þau standa ekki undir rekstrarkostnaði.“

Er staða félaga mjög ólík?

Guðmundur segir svo vera. „Á síðasta aðalfundi samþykktum við að efla verkfallssjóðinn, með peningalegri inneign að lágmarki 300 milljónir. Komi til þess að við boðum aðgerðir þá sjá viðsemjendur okkar að við höfum bolmagn og styrk til að fylgja aðgerðum okkar eftir. Í nýafstaðinni deilu sjómanna og SFS kom fram veikleiki í þessa veru. Það er sem einhverjir hafi sofnað á verðinum og ásýnd margra verkalýðsfélaga er frekar að vera með þak á félagsgjöldum og flott sumarhús í stað þess að huga að stöðu og styrk félaganna til að fara í aðgerðir. Ég tel t.d. að SA sé meðvitað um þetta og taki boðuðum aðgerðum mis alvarlega eftir því hver boðar aðgerðir. Í dag er staðan mjög alvarleg.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: