Fréttir

Stela hundruð milljónum af launafólki

By Miðjan

March 17, 2020

Stela hundruð milljónum af launafólki

„Láglaunað og verkafólk er dagsdaglega að takast á við erfið og flókin vandamál. Félagsfólk Eflingar af erlendum uppruna verða mörg fórnarlömb stórfellds launaþjófnaðar, félagið innheimtir hundruð milljóna á ári hverju fyrir þeirra hönd. Félagsfólk Eflingar er sumt upp á atvinnurekendur komið með aðgang að húsnæði. Hvað verður um það fólk ef það missir vinnuna vegna mikils efnahagslegs samdráttar? Hvað býður þeirra?“

Þetta eru nýleg skrif Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Miðjan hefur óskað eftir frekari upplýsingum um umfang þessa og hvort sömu menn komi oftar en einu sinni við sögu. Efling hefur ekki svarað.