Mynd: Fréttablaðið.

Fréttir

Steinsofandi ríkisstjórn

By Miðjan

March 01, 2023

Forsíða frettabladid.is í morgun. Framsókn vill breyta vinnulöggjöfinni svo auðveldara verði að króa launafólk af, Bjarni segir leiguþak ómögulegt, fyrir hvaða hagsmuni? Svo er það stóra málið. Hér geisar efnahagslegt fárviðri án þess að ríkisstjórnin bregðist við. Hún sefurþ

„Árs­fjórðungstöl­ur gefa ekki síður mik­il­væg­ar vís­bend­ing­ar og að þessu sinni segja þær að tekið sé að hægja á en um leið að staðan sé viðkvæm. Hag­vöxt­ur fjórða árs­fjórðungs í fyrra var mun minni en hinna fjórðung­anna, eða 3,1% á móti 7,6% að meðaltali á hinum þrem­ur fjórðung­un­um. Einka­neysl­an hef­ur sömu­leiðis minnkað veru­lega, er kom­in niður í 4,7%, en var að meðaltali yfir 10% á hinum þrem­ur fjórðung­um árs­ins,“ segir í leiðara Moggans.

Samkvæmt þessu hefur einkaneysla minnkað um helming frá sama tíma árinu áður. Verðbólgan bítur í. Það þrengir að fólki.

„Seðlabank­inn hef­ur þurft að hækka vexti veru­lega frá ár­inu 2021 eft­ir hraðar lækk­an­ir frá ár­inu 2019, ekki síst eft­ir að kór­ónu­veir­an lamaði stóra hluta efna­hags­lífs­ins. Von­ir stóðu til þess síðla árs í fyrra að þess­um vaxta­hækk­un­um færi að linna, en viðvar­andi verðbólguþrýst­ing­ur og spenna í hag­kerf­inu gerði út af við það,“ segir í leiðara Moggans, sem má örugglega eigna Davíð Oddssyni.

Ríkisstjórnin hefur sofið vært meðan afkoma fólks hefur hríðversnað. eins og sjá má hversu neysla fólks hefur minnka milli ára. Halda má að takmark stjórnarinnar, sé að fæla fólk burt af landinu. Þangað sem fólk getur lifað án þess að peningar þess brenni upp. Og það vegna aðgerðarleysi og vanmáttar ríkisstjórnar Íslands.

-sme