- Advertisement -

Steingrímur vildi Landsbókasafnið

Steingrímur Hermannsson.

Eitt sinn sátum við nokkrir blaðamenn á tali við Steingrím Hermannsson, sem þá var forsætisráðherra, og talið barst að þrengslunum í stjórnarráðshúsinu. Þá var þar einnig skrifstofa forseta Íslands til húsa.

Steingrímur vildi leysa málið þannig að forseti fengi allt stjórnarráðshúsið en forsætisráðuneytið flytti í hús Landsbókasafnsins við Hverfisgötu, sem var þá ný flutt úr húsinu að mig minnir, og sá hann fyrir sér að þar væri gott rými fyrir blaðamannafundi sem og aðra fundi.

Hugmyndin varð ekki að veruleika. Nú kallast hús Landsbókasafnsins Safnahúsið og nú þarf að byggja við stjórnarráðshúsið, sem þyrfti ekki hefði hugmynd Steingríms orðið að veruleika.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: