- Advertisement -

Steingrímur varaði aðrar þjóðir við að þjóðþingin verði gerð óvirk

„Varaði hann eindregið við því að þjóðþingin væru gerð óvirk undir formerkjum neyðarástands, eins og dæmi eru um,“ segir í frétt frá Alþingi. Efni fréttarinnar er það að Steingrímur J. Sigfússon sat fjarfund, eða heimsráðstefnu forseta þjóðþinga.

Þar segir: „Heimsráðstefna forseta þjóðþinga, sem fyrirhugað var að halda í Vínarborg á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins, er haldin í fjarfundaformi að þessu sinni vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Alþjóðaþingmannasambandið, Inter-Parliamentary Union, hefur skipulagt heimsráðstefnur þingforseta á 5 ára fresti frá árinu 2000.

Við þessar óvenjulegu kringumstæðum koma forsetar þjóðþinga heims saman til að ræða margþættar áskoranir sem þjóðir og þing standa frammi fyrir á þessum óvissutímum. Setningarávörp fluttu Gabriela Cuevas Barron, forseti Alþjóðaþingmannasambandsins, Wolfgang Sobotka, forseti þjóðþings Austurríkis, og António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: