- Advertisement -

Steingrímur skautar á stjórnarskránni

„Því miður, það getur enginn tekið til máls á þingfundi úr ræðustóli Alþingis nema kjörnir fulltrúar."

Björn Leví ætlar að reynast Steingrími erfiður. „Þetta frá því í apríl í fyrra. Það kom mér því ekki til hugar að þegar það var verið að tala um að fá danska þingforsetann til þess að vera með einhverja ræðu á þingvöllum að það væri á þingfundi,“ segir Björn Leví, minnugur svars lögræðinga þingsins.

Þessi tilvitnun er í svar lögræðinga Alþingis við spurningu Björns Leví Gunnarssonar, þegar hann leitaði eftir hvort velja mætti fólk af handahófi og gefa því kost á að ávarpa Alþingi. Björn er frumvarp í smíðum þess efnis. Og eykur vafann um hvort Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafi brotið gegn stjórnarskránni með að biðja Piu Kjærsgaard að ávarpa Alþingi.

„…með vísan til þess að Alþingi er samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins fulltrúasamkoma þjóðarinnar þ.e. þar eiga þjóðkjörnir fulltrúar einir sæti sbr. 31. gr. stjórnarskrár ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.“ Slíkt frumvarp fer því í bága við stjórnarskrána og þá hugsun að þjóðin hafi rödd með vali á kjörnum fulltrúum sínum,“ segir einnig í svarinu.

Þess ber að geta að Björn Leví spurði þessa áður en Steingrímsfundurinn var haldinn og Pia Kjærsgaard ávarpaði þingið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lögfræðingarnir segja eina undantekningu frá meginreglu í 51. gr. stjórnarskrár, þ.e. „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á því að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins að þeir séu jafnframt alþingismenn.“

Síðar svöruðu lögfræðingarnir þessu: „Því miður, það getur enginn tekið til máls á þingfundi úr ræðustóli Alþingis nema kjörnir fulltrúar.“

„Þetta frá því í apríl í fyrra. Það kom mér því ekki til hugar að þegar það var verið að tala um að fá danska þingforsetann til þess að vera með einhverja ræðu á þingvöllum að það væri á þingfundi,“ segir Björn Leví, minnugur svars lögræðinga þingsins.

En hvað hann hyggst gera? „Ég ætla að klára þetta frumvarp sem ég var að búa til. Ég ætlaði að gera það með stjórnarskrárbreytingum en það þarf greinilega ekki,“ sagði hann og vitnar til fordæmis með ræðu Piu Kjærnsgaard.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: