Fréttir

Steingrímur og bræðiskastið – slæm samviska?

By Ritstjórn

June 06, 2019

„Skildi alls ekki reiðikast Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi og skammir hans um Öryrkjabandalagið. Baráttan gegn skerðingunum hefur aldeilis ekki beinst gegn Jóhönnu Sigurðardóttur eða Steingrími sjálfum,“ skrifaði Sigurður G. Tómasson á Facebook.

„Þetta bræðikast ber kannski vott um slæma samvisku. Slæma samvisku vegna þess að hann og VG hafa ekki afnumið þessa svívirðu fyrir löngu. Þrátt fyrir endurtekin loforð og heitstrengingar.“