„Lögin eru bara skýr. Forseti Alþingis ber ábyrgð á þingfundum og sóttvarnaráætlun Alþingis,“ skrifar Jón Þór Ólafsson Pírati í framhaldi af uppákomunni í Alþingi í gær..
„Hann fékk ábendingar viðbragðsteymis Alþingis 9. apríl um að úrfæra þingfundi svo ekki væru fleiri en 20 þingmenn og starfsmenn samanlagt á efri hæð þingsins,“ skrifar Jón Þór. „Þess í stað boðar hann til þingfundar og hvetur þingmenn að koma í upphafi þingfundar til að rífast við sig um dagskránna, og gerði engar ráðstafanir til að passa að samkomubannið væri virt í þinghúsinu. Fyrst að BÓNUS getur gert þetta, þá getur þingforseti með skrifstofu Alþingis gert þetta. Hann bara valdi að vanrækja þá skyldu sína. Já skyldu. Svo já hann bar ábyrgð á þessu frá upphafi til enda.“