Kolabrennslan á Bakka við Húsavík er vanda. Miklum vanda. Öll áform og áætlanir eru fokin út í veður og vind. Þá er gott að eiga góða að. Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir, kjörforeldrar PCC hljóta að redda málinu.
Fyrr á þessu ári mátti lesa þetta í frétt hér á Miðjunni:
„Gerð jarðganga undir Húsavíkurhöfða og tilheyrandi vegtengingar vegna kísilvers PCC á Bakka var um 1,7 milljarða króna, 96%, umfram upphaflega áætlun, að því er fram kemur í skriflegu svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins.“
Nú er beðið frétta úr herbúðum Vinstri grænna, segi og skrifa „grænna“.