Steingrímur J. og hefðarklæðnaðurinn
„Þú meinar jakkastússið og hálsbindið? Nýjum þingmönnum var sagt af venjum hér í húsinu og meðal þeirra væri sú, að karlmenn klæddust hálstaui og jökkum. Mér finnst það fremur óþægilegur vinnuklæðnaður – og er öðru vanur. Þess vegna veit ég ekki hvort ég get haldið hefðarklæðnaðinn lengi út. Mér segir einnig hugur um að það hafi verið annað en klæðnaður þingmanna sem staðið hafi virðingu alþingis fyrir þrifum.“
Þjóðviljinn frá 1983.