Mynd: sme/Miðjan.

Mannlíf

Steingrímur J. kaupir ekki Moggann

By Miðjan

February 22, 2022

Ráðherrar Alþ´´yðubandalagsins í þáverandi ríkisstjórn, Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon.

„At­hygli mín var í morg­un, mánu­dag­inn 21. fe­brú­ar, vak­in á því að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, nú formaður Viðreisn­ar en áður þingmaður, ráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefði skrifað blaðagrein. Nán­ar til­tekið í Morg­un­blaðið og beini þar spjót­um m.a. að und­ir­rituðum og þeim stjórn­mála­hreyf­ing­um sem ég hef starfað í um dag­ana. Ég út­vegaði mér grein­ina og barði mig í gegn­um hana,“ skrifar Steingrímur J. Sigfússon í Moggann í dag.

Ljóst er að hann er ekki áskrifandi að Mogganum.

Steingrímur svarar í greininni skrifum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um Alþýðubandalagið og framsal á kvóta. Hún nefndi Steingrím í greininni sem og Svavar heitinn Gestsson en sleppti að nefna þriðja ráðherra Alþýðubandalagsins í þáverandi ríkisstjórn, Ólaf Ragnar Grímsson sem þá var formaður flokksins.

„Grein­in er að uppistöðu til ásakana­froða sem ekki er svara verð. Ég hefði því látið kyrrt liggja ef ekki væri það að í niður­lag­inu legg­ur Þor­gerður lykkju á leið sína og spark­ar í lát­inn fé­laga minn og vin. Svavar Gests­son er því miður ekki leng­ur á meðal vor til að svara fyr­ir sig. Af hverju segi ég það að þarna leggi Þor­gerður lykkju á leið sína? Jú, Þor­gerður vel­ur að nafn­greina aðeins tvo af þrem­ur ráðherr­um Alþýðubanda­lags­ins í rík­is­stjórn ár­anna 1988-1991. Af hverju lét Þor­gerður það ekki nægja að nefna bara mig og sleppa þá Svavari Gests­syni eins og hún slepp­ir Ólafi Ragn­ari Gríms­syni? Get­ur verið að skýr­ing­in sé Svandís Svavars­dótt­ir? Eða vinn­ur Þor­gerður bara yfir höfuð úr sann­leik­an­um og sögu­leg­um staðreynd­um með val­kvæðum hætti?“