Gunnar Smári skrifar:
Skrípaleikurinn á þinginu heldur áfram. Forseti þingsins, sem setur saman dagskránna, kvartar yfir að ekki komist á dagskrá mál sem eru brýn og góð. Nú, af hverju setur hann þessi mál þá ekki bara á dagskrá? Steingrími þykir störukeppni sín og Miðflokksmanna það mikilvægasta, allt annað verði að bíða. Ef svo væri ekki myndi hann setja á venjubundna dagskrá, afgreiða góð mál og brýn og taka aftur upp störukeppni að því loknu. Ástandið á þinginu er fyrst og síðast afleiðing þess að Steingrímur taldi sig auðveldlega getað snúið Miðflokkinn niður, sigað öðrum þingmönnum, starfsmönnum þings og almenningsálitinu gegn þeim. En það tókst ekki. Þess vegna situr forseti uppi með skrípa-þing og kennir nú öllum öðrum um.
Forsetatíð Steingríms hefur verið röð af skandölum: Fáránlegt upphafning elítunnar á Þingvöllum síðasta sumar, boð til rasista um að ávarpa þingið (í von um að hann fengi að ávarpa þing Dana), karlasamkvæmi á Jónshúsi, afleit viðbrögð forsætisnefndar við siðamálum o.s.frv. Og nú málþóf allar nætur í máli sem flutningsmenn segja að engu muni breyta, skipti ekki nokkrum sköpuðum hlut. Forsæti Alþingis er fyrir fólk með aðeins minna egó en Steingrímur burðast með.