- Advertisement -

Steikt kerfi og öfugsnúið

Örsaga 8 úr hungurgöngunni:
„Það er dýrt að vera fátækur. Ef þú hefur ekki efni á að borga reikning borgar þú hann með áföllnum vöxtum seinna. Því lengur sem þú þarft að draga greiðslu, því hærri verður reikningurinn og því erfiðara verður að borga hann. Þetta veldur því að fólk sem býr lengi við fátækt getur aldrei klórað sig út úr henni. Í hvert sinn sem eitthvað „auka“ kemur inn á reikninginn, fer það í að borga niður stökkbreytta vexti af gjaldföllnum reikningum. Innheimtufyrirtæki eru rekin af peningum fátæks fólks og ríki og sveitarfélög sjá þeim fyrir viðskiptum. Þetta er steikt kerfi og augljóslega öfugsnúði. Þetta er eins og að skipa manneskju að hengja sig og rukka hana fyrir reipið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: