- Advertisement -

Stefnt vísvitandi að verri skólum

- fjárhagslegur ávinningur af styttra námi fer ekki til skólanna, segir formaður Kennarasambandsins.

Þórður Á. Hjaltested.
„…skólarnir verða verri en áður þar sem þeir verða að skerða þjónustu.“

„Síðustu vikur og mánuði hafa forsvarsmenn háskólanna stigið fram til að benda á að miðað við þá fjármuni sem stjórnvöld ætla í rekstur skólanna á næstu árum þurfi að draga saman seglin, minnka námsframboð, skerða þjónustu og draga úr kennslu,“  segir Þórður Á. Hjaldested, formaður Kennarasambands Íslands, í grein á heimasíðu sambandsins.

„Allt þetta þýði aðeins eitt – skólarnir verða verri en áður þar sem þeir verða að skerða þjónustu. Þvert á það sem talað er um að eigi að gera,“ skrifar formaðurinn.

„Í framhaldsskólanum á að nýta fjárhagslegan ávinning af styttingu náms til stúdentsprófs um eitt ár einhvers staðar allt annars staðar en í skólunum sjálfum. Þetta er gert þvert á fyrri yfirlýsingar. Af þessum völdum þurfa framhaldsskólarnir að halda áfram að spara á næstu árum, eins og þeir hafa verið neyddir til að gera síðustu áratugi. Engin áform virðast heldur uppi um að leggja til hliðar þá stefnu að takmarka aðgengi 25 ára og eldri að námi í framhaldsskólum landsins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: