Segja má að svör forsætisráðherra og formanns utanríkisnefndar við fyrirspurnum mínum hafi endanlega gert formlega stefnu VG í öryggis- og varnarmálum að dauðum bókstaf. Þau marka upphaf að nýjum áfanga í víðtækari samstöðu á Alþingi um þessi efni en verið hefur.
Lifandi pólitík VG er nú þessi: Hagsmunir Íslands eru best tryggðir í samstarfi við vinaþjóðir þess. Herstöð er ekki forgangsatriði en ekki útilokuð ef NATO telur það nauðsynlegt. Tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna stendur á traustum grunni.
Þetta er lungað úr grein Þorgerðar Katrínar, formanns Viðreisnar, í Fréttablaðinu í dag.